Ég var að kíkja í gegnum hillurnar hjá Alexander hér um daginn og rakst á stílabók sem hann notaði í sex ára bekk í fyrra. Þarna var að finna ansi skemmtilega sögu:

Einu sinni var álfur. Hann var í göngutúr. Hann labbaði fram hjá fólki og það brosti. Svo var hann kominn lengra inn í borgina, þar brosti fólk ekki. Þá spurði álfurinn eina konu "af hverju brosið þið ekki?". Konan sagði ekki neitt, þá hélt hann bara áfram. Svo kom hann að lampa og hann tók lampann og út kom andi. Þá spurði hann andann "af hverju svara þau ekki?". Þá svaraði andinn "af því að þau eru úr steini". Þá hélt hann bara áfram í göngutúr. Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri og úti er ævintýri.


kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur